Örugg búseta með þriggja ára leigusamningi

Almenna leigufélagið leigir út tæplega 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum gera leigu að raunhæfum valkosti á húsnæðismarkaði og bjóðum leigusamninga til allt að þriggja ára.
 
Langtíma leigusamningur tryggir húsnæðisöryggi og verðvernd. Með sveigjanleika að leiðarljósi mætum við þörfum leigjenda sem þurfa að stækka eða minnka við sig eftir því sem fjölskylduhagir breytast.

Lausar íbúðir

Kynntu þér fjölbreytt úrval af eignum til leigu á höfuðborgarsvæðinu. 

3 ára leigusamningar

Langtíma leigusamningur tryggir örugga búsetu og verðvernd. Almenna leigufélagið gerir allt að þriggja ára leigusamninga í senn. Þannig getur þú tryggt þér húsnæðisöryggi og haft yfirsýn yfir leigukostnað næstu ára. 

Sveigjanleiki

Við hjálpum þér að stækka eða minnka við þig eftir því sem fjölskylduhagir breytast. Með fjölbreyttu úrvali af leiguíbúðum getum við sýnt sveigjanleika og hjálpað þér að finna nýtt heimili, hvort sem er innan sama hverfis eða á nýjum stað.

24/7 þjónusta

Hjá Almenna leigufélaginu hefur þú aðgang að þjónustu allan sólarhringinn. Hjá okkur starfar öflugt teymi sem sinnir viðhaldi íbúða og er þér innan handar með allt sem snýr að leigusamningnum þínum. Þökk sé góðu samstarfi við Securitas getum við tryggt aðgang að þjónustu  allan sólarhringinn. 

Garðastræti 37, 101 Reykjavík • 519 6450 • almenna@almennaleigufelagid.is